Whole Brain Coach

Öflugt þriggja daga ICF-vottað markþjálfanámskeið (24 CCE einingar)

Meginmarkmið námskeiðsins er að útskýra heildarhugsun og hvernig hægt er að nýta hana í markþjálfun og/eða sem stjórnandi til að stuðla að vexti og framförum. NBI-verkfærin eru fyrst og fremst þróunarverkfæri.

​Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði heildarhugsunar og hvernig hægt er að nýta NBI-greiningarnar til að fá dýpri innsýn í hvernig fólk hugsar og þar af leiðandi einnig hvar þróunarsvið þeirra liggja. 

NBI-verkfærin hafa verið í stöðugri þróun síðan 1981 og byggja á vísindalegum grunni og viðamiklum rannsóknum. Til að gera langa sögu stutta, NBI-innsæi styður við alla ellefu hæfnisþætti ICF og nýtist þér með margvíslegum hætti við markþjálfun með sama hætti og það nýtist þínum markþegum, burtséð frá því hvaða aðferð eða sérsvið þú hefur tileinkað þér.

Kennt er frá 8:30-16:30 mánudaginn 25. mars og þriðjudaginn 26. mars og frá 8:30-13:30 miðvikudaginn 27. mars.

Námskeiðið er haldið á Hótel Kríunesi.

Hvað er í þessu fyrir þig?

  • Þú verður vottaður NBI-leiðbeinandi og hluti af alþjóðlegu teymi heildarhugsunar markþjálfa.
  • Þú færð 10 NBI®-greiningar (að verðmæti 65.000) til að koma þér af stað.
  • 24 CCE einingar frá ICF
  • Möguleikar á að auka tekjustreymi þitt og „vöruúrval“ verulega með því að bæta við þig NBI®-réttindum.
  • Þú kaupir greiningar á heildsölu. 
  • Þú færð þína eigin NBI®-stjórnsíðu á netinu fyrir þína viðskiptavini þar sem þú getur sent út og unnið með greiningar.
  • Leiðbeinenda-pakka (að verðmæti 55.000,-) með fjölda PowerPoint kynninga (á íslensku og ensku), myndbanda, rannsókna, bæklinga og kynningarefni til að auðvelda þér markaðssetningu á þjónustunni og að innleiða NBI® í þitt eigið efni og námskeið.
  • Áframhaldandi þjálfun, þjónustu og aðstoð við að vinna með NBI® til að skapa þér virðisauka í þínu starfi.

Eftir námskeiðið hefur þú:

  • Aukið hæfileika þína í öllum ellefu hæfnisþáttum ICF.
  • Aukið getu þína til að aðlaga þig betur að hegðun, hugsun og tungumáli þeirra sem þú markþjálfar, dýpri speglun.
  • Lært hvernig þú getur nýtt Heildarhugsun, bæði þér og þínum markþegum til framdráttar.
  • Aukið virðisauka þinn sem markþjálfa með þaulreyndum og rannsökuðum aðferðum.
  • Aukið fagmennsku og trúuverðuleika í starfi þínu sem markþjálfi.

Spurningar og svör

Hvað er „The Whole Brain Coach“?
Öflugt og markvisst námskeið sem tekur  markþjálfafærni þína upp á næsta stig. Við trúum því að bestu markþjálfarnir séu þeir sem stöðugt og staðfastlega vinni að eigin framþróun og þroska. „The Whole Brain Coach“ er sérsniðið að þörfum þeirra sem stuðla að framgangi bæði einstaklinga og skipulagsheilda í gegnum markþjálfun. Námskeiðið hentar öllum markþjálfum, burtséð frá reynslu og sérsviði.

Af hverju ætti ég að fara á þetta námskeið ef ég hef nú þegar lokið markþjálfanámi?
Hjá mörgum markþjálfum er áskorun að:

  • stuðla að og viðhalda stöðugum og áþreifanlegum framförum meðal markþega sinna 

  • skapa þann viðskiptamannagrunn sem þeir æskja

  • skapa sér tekjugrunn sem veitir öryggi og frelsi 

Í öllum þessum tilfellum kemur námskeiðið þér að góðum notum. Farið er í alla þessa þætti og hvernig þú getur nýtt heildarhugsun til að leita spennandi leiða og skynsamlegra lausna fyrir þig sem markþjálfa.

Er námskeiðið vottað af ICF sem „Continuing Coaching Education Units (CCEs)“?

Já - námskeiðið og allt kennslu- og námsefni hefur verið vottað af ICF. Námskeiðið gefur 24 CCE- einingar, 12 Core Competence einingar og 12 Resource Development einingar. 

Hvernig vinn ég með NBI®-verkfærin?

  • Á stjórnsíðunni nærð þú í lykilorð sem þú sendir á þína viðskiptavini. Þeir nota lykilorðið til að skrá sig inn á vefsíðu NBI þar sem þeir svara úthlutuðum spurningarlistum. Flestar greiningarnar eru fáanlegar á 14 tungumálum - þar á meðal á Íslensku. 

  • Um leið og viðskiptavinur hefur lokið greiningunni liggja niðurstöðurnar fyrir. Persónulegar skýrslur viðskiptavina þinna getur þú nálgast á stjórnsíðunni á PDF formi.

Hvað kostar þriggja daga „NBI/Whole Brain Coach“ námskeið?

Námskeiðið kostar 165.000,-

  • Félagar í ICF-chapter Iceland fá 10% afslátt 

Verð: 165.000 kr.
Lengd: 21 klst. (3 dagar)

Innifalið í námskeiði

  • 21 klst. af staðbundinni þjálfun (allir fyrirlestrar og glærur á íslensku)

  • Meira en 100 bls. af ítarefni (bæði á íslensku og ensku)

  • Bókin “The Whole Brain Leader – Transform your leadership by developing yourself and coaching others”.

  • 10 ókeypis NBI®-Greiningar (að verðmæti 65.000.-) til að koma þér af stað. Einnig færð þú þína eigin stjórnsíðu á netinu þar sem þú getur úthlutað og unnið með greiningar fyrir þína viðskiptavini.

  • Aljþjóðlega vottun sem “Whole Brain Coach” og „NBI-Practitioner“

  • Morgunmatur, hádegisverður og eftirmiðdagskaffi alla dagana.

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson

  • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC og NBI-Master trainer
  • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“ og „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“


Ummæli

Whole Brain Coach

„Á þessu námskeiði fékk ég frábæra kennslu og þjálfun í aðferðafræði sem nýtist mér sem markþjálfa og ráðgjafa. Ég get heilshugar mælt með þessu námskeiði fyrir alla markþjálfa.“

Aðalheiður Sigursveinsdóttir Mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá

Whole Brain Coach

„Frábær og fjölbreytt aðferðafræði og vel skiljanleg fyrir mismunandi hópa. Skipulag og framsetning efnis var til fyrirmyndar.“

Sigþrúður Guðmundsdóttir Markþjálfi

Whole Brain Coach

„Markvisst, áhrifaríkt og ótrúlega gefandi og nærandi námskeið. Ég mun njóta þess og nýta efni þess um ókomin ár.“

María Sólveig Héðinsdóttir Markþjálfi

Whole Brain Coach

„Frábært námskeið sem gefur innýn í nýjar víddir sem nýtast mér bæði í persónulegu lífi og sem markþjálfa. Einstaklega vel skipulagt og leiðbeinandinn frábær.“

Inga Þóra Geirlaugsdóttir Markþjálfi

Whole Brain Coach

"Þetta námskeið var algjörlega frábært fyrir mig því þarna fékk ég innsýn og færni til að nýta NBI-tólin, sem nú eru orðin hluti af kjarnatólum mínum í bæði markþjálfun og teymisþjálfun."

Örn Haraldsson Markþjálfi og teymisþjálfari hjá Kolibri