Umsjón starfsdaga og hópefli

Við hjá Profectus fyrirtækjaþjónustu hjálpum fyrirtækjum með undirbúning og framkvæmd starfsdaga. Eins og með alla starfsmannaþjálfun sem við bjóðum eru starfsdagarnir að sjálfsögðu sniðnir að þörfum ykkar og væntingum. 

Við höfum mjög öflugt og stórt tengslanet, bæði hérlendis og erlendis, þannig að því fer fjarri að starfsdagarnir takmarkist við þá þekkingu sem við höfum fram að færa, heldur þá útkomu sem þið leitið eftir. Sama hvort um er að ræða hvatadag starfsfólks, stefnumótunarvinnu, markmiðasetningu, breytingastjórnun eða markaðs- og ímyndarvinnu.

Við getum tekið að okkur heildarumsjón starfsdaga, allt frá fyrirlesurum, húsnæði, veitingum, tónlist og skemmtikröftum.

Áratuga þekking okkar og reynsla tryggir að þið fáið þá útkomu sem eftir er leitað.

Við leggjum áherslu á að vinna náið með öllum sem að deginum koma, þannig að dagurinn flæði með eðlilegum hætti og upplifun þátttakenda verði sem best. Þannig gerum við daginn bæði árangursríkan og eftirminnilegan fyrir alla.

Hvað vilt þú fá út úr starfsdegi eða vinnustofu með þínu starfsfólki?

Smelltu hér fyrir hugmyndir!

Leiðbeinendur

Valdimar Þór Svavarsson Profectus

  • Valdimar Þór Svavarsson – MS-stjórnun og stefnumótun, BA-félagsráðgjöf, ICF-markþjálfi, NBI-þjálfi

Ingvar Jónsson Profectus

  • Ingvar Jónsson – Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC-markþjálfi og NBI-master trainer
  • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader“ (2015), „Coaching – Bringing out the best“ (2016), „Sigraðu sjálfan þig!“ (2018) og „Hver ertu og hvað viltu?" (2020)
  • Var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.