Námskeið

Grunnnám í markþjálfun - Gerðu gott betra!

Markþjálfunarnám Profectus er bæði hagnýtt og uppbyggjandi nám fyrir alla sem vilja nýta sér markþjálfun í starfi sínu eða hyggja á alþjóðlega vottun sem sjálfstætt starfandi markþjálfar. Námið er haldgóð viðbót við alla þá menntun og/eða reynslu sem þú hefur.

Það hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir markþjálfa eins og nú. Einhvern sem getur liðsinnt öðrum í að ná áttum, hjálpað þeim að finna tækifæri þar sem hindranir virðast allt um kring og finna jákvæðni í eigin huga þegar bölsýnin hefur verið í sviðsljósinu svona lengi. Það sem bíður margra er ný heimsmynd þar sem þeir munu þurfa aðstoð við að finna nýja stefnu og forgangsraða upp á nýtt.

Í markþjálfanámi öðlast nemendur skýrari sýn á sjálfan sig og lærir að skilja og virða þau öfl sem ráða því hvaða ákvarðanir við tökum eða okkur skortir hugrekki í að taka. Markþjálfinn lærir að færni hans í hlutverkinu snýst ekki um hvað hann kann eða hvað hann gerir heldur í því hver hann er.

Certified Coach Training (in English)

Unlock new opportunities for your clients, your community and yourself! This is your opportunity to become an Internationally ICF-accredited Coach, opening a world of career possibilities.

Our training "Coaching – bringing out the best!"  is for individuals interested in entering the field of coaching, people wanting to add value to their caretaking work as well as people in the organisations seeking to become better managers and leaders. 

Framhaldsnám í markþjálfun

Level 2-vottað framhaldsnám í markþjálfun. Metnaðarfullt framhaldsnám: 3 lotur - 10 vikur - 100 klst.

Við bjóðum alla velkomna í framhaldsnámið til okkar sem hafa lokið ICF-vottuðu grunnnámi og hafa markþjálfað a.m.k. 30 klst. Við erum sérlega stolt af því að vera þau einu á Íslandi sem eru með hæsta vottunarstig - eða ACTP-vottun - á markþjálfanámi þar sem öll kennsla miðast við PCC-færniviðmið og er því fullnægjandi undirbúningur, ekki bara fyrir ACC-vottun heldur einnig PCC-vottun.

Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!

Fyrir venjulegt fólk sem er tilbúið að horfast í augu við sjálft sig og brúa bilið á milli raunveruleikans – hver sem hann er – og þess veruleika sem það dreymir um. 

Viltu komast upp úr drullupolli vanans og gera líðandi ár að besta árinu hingað til? Viltu læra í eitt skipti fyrir öll hvernig maður tekur og stendur við stefnumótandi ákvarðanir í lífinu?  Ekki bíða með að skrá þig því þetta námskeið mun verða upphafið af einhverju nýjju, spennandi og skemmtilegu - ef það er það sem þú vilt.

ATH! Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið að hluta eða að fullu.

Listin að selja meira og betur

Hvernig við seljum og þjónustum okkar viðskiptavini, hvernig við bregðumst við, tökum ákvarðanir, og eigum samskipti veltur allt á því hvernig við hugsum! Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir horfa á smáatriðin, aðrir heildarmyndina.

Whole Brain Coach

Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna heildarhugsun og hvernig hægt er að nýta hana í markþjálfun og/eða sem stjórnandi til að stuðla að vexti og framförum. NBI-verkfærin eru fyrst og fremst þróunarverkfæri.

Styrkur heildarhugsunar

Það hvernig við bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, stjórnum fólki, seljum og þjónustum viðskiptavini veltur á því hvernig við hugsum. Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir horfa á smáatriðin - og enn aðrir heildarmyndina.

ICF Certified Coach Training in South Africa - Postponed due to the Corona virus!

Unlock new opportunities for your clients, your community and yourself! This is your opportunity to become an Internationally ICF-accredited Coach, opening a world of career possibilities.

Our training "Coaching – bringing out the best!"  is for individuals interested in entering the field of coaching, people wanting to add value to their caretaking work as well as people in the organisations seeking to become better managers and leaders. 

Tell-A-Vision (Frestað til haustannar)

Storytelling is the most powerful way to put ideas into the world. Tell-A-Vision is a unique one-day training, offered only this one-time aimed towards leaders, trainers, facilitators, speakers and all who hinge on the true value of their communication and what they leave behind.

Markþjálfanám í fjarnámi - Það besta kallað fram!

Markþjálfunarnám Profectus er bæði hagnýtt og uppbyggjandi nám fyrir alla sem vilja nýta sér markþjálfun í starfi sínu eða hyggja á alþjóðlega vottun sem sjálfstætt starfandi markþjálfar. Námið er haldgóð viðbót við alla þá menntun og/eða reynslu sem þú hefur.

AFREKSÞJÁLFUN - fyrir íþróttaþjálfara

Það sem skilur meðalleikmann frá leikmanni sem nær afburðarárangri er sjaldnast líkamlegur styrkur hans heldur huglægur styrkur, sjálfsvitund og þrautseigja.

Hvernig stendur á því að margir þjálfarar virðast enn trúa því að meiri árangur gangi út á að gera meira af því sama – ár eftir ár – í besta falli oftar eða hraðar.

Heildarnám í markþjálfun - Farðu alla leið!

Þátttakendur taka hér bæði grunn- og framhaldsnám Profectus í einum pakka.

Reikna má með að námið, sem er 170 klst, spanni a.m.k 1 ár. Kenndar eru fimm lotur sem dreifast jafnt og þétt yfir tímabilið.

Nemendur geta valið hvenær þeir hefja nám í grunnnáminu sem kennt er fjórum sinnum á ári og að því loknu hafa þeir allt að 6 mánuði til að hefja nám í framhaldsnáminu. Þá verða þeir einnig að hafa markþjálfað að lágmarki 30 klst. Við erum sérlega stolt af því að vera þeir einu á Íslandi sem verða með ACTP-vottun á náminu sem er hæsta vottunarstig á markþjálfanámi sem völ er á. Í framhaldsnáminu miðast öll kennsla við PCC-færniviðmið og er því fullnægjandi undirbúningur jafnt fyrir ACC-vottun sem PCC-vottun.

Valdeflandi forysta

NÁMIÐ Í HNOSKURN

Valdeflandi forysta er aðgerðamiðað nám sem færir nemendum fjölda verkfæra og nýrra hugmynda sem opnar augu þeirra fyrir nýjum möguleikum og tækifærum. Mikil áhersla lögð á að nemendur leggi sig fram við að innleiða þá reynslu og þekkingu sem þeir öðlast samhliða náminu. Námið er fjöbreytt og vinnuframlag nemenda felst bæði viðveru í staðarlotum, fjarkennslu, lestri, hópavinnu og verkefnavinnu á milli áfanga.
40 tímar af náminu er vottað frá International Coaching Federation (ICF) sem stjórnenda markþjálfun og geta nemendur að námi loknu farið beint í nýtt framhaldsnám Profectus í markþjálfun: „Viðurkenndur fyrirtækja og breytingamarkþjálfi“.

NBI-Practitioner námskeið

Vilt þú læra að vinna með og túlka NBI-huggreiningar til að efla sjálfsþekkingu fólks og skapa rými til vaxtar fyrir einstaklinga og teymi?

Þriggja daga NBI-Practitioner námskeið verður haldið 22.-23. maí.

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja öðlast NBI-þjálfararéttindi og geta boðið upp á, unnið með og túlkað niðurstöður NBI-greininga fyrir þína starfsmenn, viðskiptavini, leikmenn eða markþega. NBI-verkfærin eru sérlega einföld að skilja þrátt fyrir dýpt þeirra og áhrifamátt.