Fréttir - Hvað er að gerast og hvað er framundan?

HÆSTA VOTTUNARSTIG FRÁ ICF

Í dag fengum við hjá Profectus ACTP-vottun á Grunn- og framhaldsnám okkar í markþjálfun frá International Coaching Federation. Við erum afskaplega stolt af því að vera bæði fyrsti og eini fræðsluaðilinn hérlendis sem hefur náð hæsta vottunarstigi sem viðurkenndir fræðsluaðilar geta fengið.