Fréttir - Hvað er að gerast og hvað er framundan?

Hvaða áhrif hefur markþjálfun á frammistöðu og starf leiðtogans?

Að efla mannauðinn og hlúa vel að honum er stór þáttur í starfsemi fyrirtækja sem ætla sér að ná langt og er því mikilvægt að fjárfesta vel í mannauðinum. Leiðtogaþjálfun er stöðugt ferli með það að markmiði að auka frammistöðu og árangur leiðtogans og starfsmanna almennt. Markþjálfun er öflugt verkfæri þar sem áhersla er lögð á að efla sjálfsvitund einstaklinga og þar með sjálfstraust, samskiptahæfni, einbeitingu og ákveðni. Á þann hátt eykst skilningur þeirra á eigin tilfinningum, samskiptahegðun og hvaða áhrif hún hefur á aðra.

Skiptir tilfinningagreind máli þegar kemur að forystuhlutverkinu?

Undanfarin ár hafa hugtökin tilfinningar, samkennd og greind sífellt orðið fyrirferðameiri þegar horft er til stjórnunar og forystu. Mikið hefur verið fjallað um tilfinningagreind í tengslum við áhrifaríka stjórnun og hefur hún verið talin eitt megin ein kenni góðra leiðtoga. Talað er um að lykilpersónueinkenni leiðtoga séu metnaður, greind og hvöt til að leiða fólk áfram við að ná ákveðnum mark miðum. Slíkir leiðtogar draga skynsamar ályktanir, eru fljótir að læra, skapa skýra sýn og þróa aðferðir til að framkvæma hana.

Að koma hugmynd í framkvæmd, hvað þarf til?

Flest okkar fáum við margar hugmyndir á dag, hvort sem það snýr að því að leysa verkefni, vandamál eða jafnvel hugmynd af einhverju nýju og spennandi tækifæri. Fæst okkar taka þó þessar hugmyndir og láta þær verða að veruleika, heldur höldum við áfram að gera eins og við erum vön án þess að veita því mikla athygli. Það er ekki nóg að hafa frábæra hugmynd heldur er það lykillinn að koma henni í framkvæmd sem er oft talið erfiðasta skrefið. Má því segja að hugmyndir séu til einskis nýttar ef þeim er ekki hrint í framkvæmd. Það jákvæða í stöðunni er að allir geta þróað með sér færnina til að framkvæma hugmyndir sínar og láta þær verða að veruleika. Mikilvægt að vera meðvitaður um hvert þú beinir kröftum þínum svo þú lendir ekki í “viðbragðsferli” þar sem þú ert sífellt að bregðast við, þú vilt frekar leggja áherslu á að hafa frumkvæði og stýra ferðinni. Sjálfsvitundinn skiptir miklu máli en þar eru allir okkar vanar hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. Sjálfsvitundinn er eins og hver annar vöðvi sem þarf að æfa og virkja á meðvitaðan hátt.