Fréttir - Hvað er að gerast og hvað er framundan?

Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!

SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG – AFTUR OG AFTUR! eftir Ingvar Jónsson er verulega endurbætt útgáfa af Sigraðu sjálfan þig sem kom út 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019. Þetta er einstök bók sem getur liðsinnt öllum þeim sem hafa hug á að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Bókin er byggð á hugmyndafræði markþjálfunar og unnið er markvisst með fjölmörg verkfæri sem auðvelda lesandanum að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig.