Fréttir - Hvað er að gerast og hvað er framundan?

Profectus fagnar 10 ára afmæli með alþjóðlegri námsstefnu í Bæjarbíó 29. nóvember

Við höfum fengið til liðs við okkur nokkra af leiðandi sérfræðingum á því sviði sem við höfum ávallt sérhæft okkur í: „Að hjálpa fólki og fyrirtækjum að gera gott betur“. Móta skýra stefnu og finna hugrekki til að komast alla leið, með því að horfast í augu við raunstöðu sína og leita nýrra lausna til að ná lengra.

Nýtt á Íslandi - EQ-i 2.0 (mælir tilfinningagreind)

EQ-i 2.0 er í senn áreiðanlegt, ítarlegt og sannreynt greiningartæki þróað til að geta mælt og greint TILFINNINGAGREIND einstaklinga og liðsheilda. 20 ára rannsóknar- og þróunarvinna hefur fært okkur fræðigrunn sem auðveldar okkur að treysta niðurstöðum EQ-i 2.0 greiningartækisins, áreiðan- leika þess og samkvæmni. Mæld er raunfærni einststaklings á 5 lykilsviðum auk 15 undirkvarða til að hámarka verðmætasköpun og notagildi niðurstaðna. Vel skilgreindar niðurstöður auðvelda markvissari þjáflun og innleiðingu og hámarka um leið þann lærdóm sem endurspeglast í megintilgangi EQ-i 2.0 : - að efla vitund og vilja einstaklinga og liðsheilda til viðvarandi vaxtar og verðmætasköpunar.

Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!

SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG – AFTUR OG AFTUR! eftir Ingvar Jónsson er verulega endurbætt útgáfa af Sigraðu sjálfan þig sem kom út 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019. Þetta er einstök bók sem getur liðsinnt öllum þeim sem hafa hug á að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Bókin er byggð á hugmyndafræði markþjálfunar og unnið er markvisst með fjölmörg verkfæri sem auðvelda lesandanum að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig.