Nú bjóðum við einnig upp á Markþjálfanám í fjarnámi

Nú er einnig hægt að læra Markþjálfun í fjarnámi hjá Profectus
Nú er einnig hægt að læra Markþjálfun í fjarnámi hjá Profectus

Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur!

Þess vegna höfum við hjá Profectus unnið hörðum höndum að því að bjóða upp á allt okkar efni í fjarnámi. Fyrsta verkefnið var að bjóða upp á Markþjálfanámið okkar í fjarnámi og þegar fram líða stundir mun öll okkar fræðsla verða aðgengileg í fjarnámi einnig. Fjarnámið er 66 klst. að lengd, 6 tímum lengra en staðarnámið og eins og í staðarnámið takmarkast fjöldi við 12 nemendur til að tryggja það að hvern nemandi fái þá athygli sem þarf. Kennt er einu sinni í viku, á miðvikudögum frá kl. 17-21 frá 21. október til 12. desember.

Efnistök og yfirferð námsins í fáum orðum:

(Myndræn framsetning HÉR)

Vika 1 - Hvað er markþjálfun og hvað er hún ekki?
Eftir daginn hafa nemendur fengið að sjá stóru myndina og fengið að smakka á markþjálfasamtali.

Vika 2 - Hæfnisþættirnir og samtalsformið
Eftir daginn hafa nemendur kynnst átta hæfnisþáttum ICF og öðlast skilning á samtalsforminu.

Vika 3 - Virk hlustun og kraftmiklar spurningar
Eftir daginn hafa nemendur lært að hlusta með öllum skilningarvitum og lært að spyrja kröftugra spurninga.

Vika 4 - Markmið, yfirsýn, skipulag og aðgerðir
Eftir daginn hafa nemendur góðan skilning á mikilvægi aðgerðamiðaðrar útkomu og lært mismunandi leiðir við markmiðasetningu

Vika 5 - 360° hugsun og taugavísindi
Eftir daginn hafa nemendur dýpri skilning á hvernig þeir (og aðrir) hugsa og hvaða áhrif það hefur að geta “lesið hugsanir”.

Vika 6 - Viðhorf, tilfinnningar, styrkleikar og gildismat
Eftir daginn hafa nemendur lært að vinna með verkfærin sem fylgja með í náminu, Tilfinninga,- Styrkleika- og Gildaspjöld.

Vika 7 - Áskorandi markþjálfun, alúðarfesta og ZOUD
Eftir daginn hafa nemendur öðlast skilning á mikilvægi hugrekkis markþjálfans, að fara markvisst út fyrir þægindasvæði beggja.

Vika 8 - Fjölbreyttari leiðir, kynningar og samantekt
Eftir daginn hafa nemendur lært fleiri og fjöl breyttari leiðir til að markþjálfa og hafa öðlast skýrari sýn á hvernig námið muni nýtast þeim
 

Vinnuframlag, ástundun og viðvera nemenda er 10 klst. á viku 

(Myndræn framsetning HÉR)

4 klst. - Kennsla: Kennt er alla miðvikudaga í átta vikur frá 22. apríl frá 17:00-21:00

Nemendur hittast í rauntíma á fjarfundi í ZOOM þar sem kennari fer yfir efni dagsins ásamt því að vinna ýmis verkefni. Nemendur markþjálfa hvorn annan og fylgjast einnig með kennara markþjálfa nemanda.

75 mínútur - Q&A (spurningar og svör): Spurningum og athugasemdum er svarað á fjarfundi alla mánudaga frá 19:30-20:45

Nemendur eru hvattir til að senda spurningar til kennara í gegnum kennslukerfi okkar sem kennari safnar saman og svarar á fjarfundi með nemendum. Þessir fjarfundir eru allir teknir upp og eru aðgengilegir í kerfinu í framhaldinu.

2 klst. - Verkefnavinna: Í hverri viku vinna nemendur ýmis verkefni sem tengjast efnistökum vikunnar.

Í markþjálfanámi er mikil áhersla lögð á að slípa til aðal verkæri markþjálfans - hann sjálfan. Þess vegna er talsvert um sjálfsvinnu þar sem nemandinn smakkar þau meðöl sem hann mun bjóða öðrum uppá að námi loknu.

2 klst. - Markþjálfun: Nemendur æfa sig í að markþjálfa a.m.k. 2 klst. í viku frá og með viku 3.

Áður en námið hefst er mælst til að nemendur hafi fundið 3-4 aðila sem vilja verða þeirra „tilraunadýr“ og þiggja 2-3 markþjálfanir frá nemendanum á meðan náminu stendur.