Mögnuðum áfanga náð hjá Arnóri Má Másyni sem hefur nú staðist MCC-vottun frá ICF

Arnór Már Másson - MCC-vottaður markþjálfi
Arnór Már Másson - MCC-vottaður markþjálfi

Vottun er ekki bara vottun!

Vottunarferlið sem bíður þeirra sem vilja læra markþjálfun jafnvel gera að starfsvetvangi sínum hefur reynst mörgum bæði langt og krefjandi. Því er Það er ótvítæð birtingarmynd þrautseigju Arnórs og áræðni að hafa staðist að fullu þær kröfur og hæfniviðmið sem liggja til grundvallar MCC-vottuninni, enda um að ræða lærdómsferðalag sem tekur flesta allt frá 6 árum upp í rúmlega 10 ár frá upphafi náms til enda.

Enn áhugaverðara afrek Arnórs þegar það er skoðað í tölulegu samhengi.

Í september 2021 voru skv. opinberum tölum ICF samtals 36.680 marþjálfar í heiminum með virka ICF-vottun. Þar af voru 76 þeirra á Íslandi, eða u.þ.b. 0,2%. Áhugavert er að Af þeim 76 eru tæp 20% virkur hluti af Profectus teyminu. Þar eru átta ACC-vottaðir, fimm PCC-vottaðir og nú erum við einnig komin með einn MCC-vottaðan markþjálfa í hópinn sem mun opna á spennandi möguleika fyrir okkur í náinni framtíð. Þegar þessar tölur eru skoðað í samhengi við tímann sem það tekur nemanda að uppfylla þær kröfur sem liggja að baki hverju vottunarstigi eru tvær athyglisverðar staðreyndir sem er vert að skoða.

 • Af öllum þeim sem ljúka grunnnámi hér á landi eru ekki nema u.þ.b. 10% sem halda áfram að námi loknu, safna sér 100 klst. reynslu og láta af því verða að sækja um ICF-vottun. Í samanburði má geta þess að þeir nemendur sem við hjá Profectus höfum útskrifað úr staðarnámi í Suður Afríku er tæplega 60%.
 • Þegar fjöldi þeirra á heimsvísu sem ná sér í fyrsta vottunarstigið (ACC-vottun) eru einungis 4% þeirra sem fara „alla leið“ og klára öll þrjú vottunarstigin, ACC, PCC og MCC.

Opinberar tölur frá ICF síðan í september 2021 sýndu fram á að:

40.804 markþjálfar voru þá með virka vottun frá ICF. Hlutfallsleg skipting á milli kynja var u.þ.b. 75% konur og 25% karlmenn. Varðandi kynjaskiptingu er athyglisvert að sjá hversu mikill munur á milli margra landa og menningarsvæða.

Hlutfallsleg skipting milli þessara þriggja vottunarstiga ICF í september 2021:

 • 55,4% (22.617 voru ACC-vottaðir markþjálfar) þar af 76 her á Íslandi.
 • 40,7% (16,618 voru PCC-vottaðir markþjálfar) þar af 15 hér á Íslandi.
 • 3,8% (1,569 voru MCC-vottaðir markþjálfar) þar af 1 hér á Íslandi.

Hvaða merkingu hafa þessi mismunandi vottunarstig?

ACC- Vottun (Associate Certified Coach)

Upphaf ferðalags nemenda hefst á því að ljúka ICF-vottuðu grunnám í markþjálfun. Það er ein lykilforsenda þess að hann geti í framhaldinu sótt um að fá að taka fyrsta vottunarstig ICF. Auk grunnnámsins þarf nemandinn einnig að hafa náð sér í a.m.k. 100 klst. reynslu í að marþjálfa, hafa staðist krossaptóf sem hann tekur á netinu og sýnt fram á með innsendri hljóðupptöku eða vöktuðu samtali að hann búi yfir fullnægjandi færni í átta þáttum sem viðurkenndur prófdómari metur. Síðasta skilyrðið er að hann hafi að lágmarki fengið 10 klst. mentormarkþjálfun frá viðurkenndum mentor markþjálfa þar sem nemandinn í hlutverki markþjálfa er í brennidepli umræðunnar sem á sér stað í þeim tímum.

 • Áætla má að tíminn sem það frá því að nemandi hefur grunnnám þar til hann er reiðubúinn að sakja um ACC-vottun er á bilinu 6- 12 mánuðir.
  (Styðsti tíminn sem við höfum orðið vitni að hjá tveimur nemendum okkar eru tæplega 3 mánuðir).

PCC-vottun (Professional Certified Coach)

Til að ná sér í næsta vottunarstig þarf nemandinn að standast lágmarkskröfur úr ICF-vottuðu framhaldsnámi. Einnig þarf að vera komin(n) með a.m.k. 500 klst. reynslu í að markþjálfa auk þess að sýna fram á það með innsendri hjóð upptöku eða vöktuðu samtali að færni endurspeglist í þeim auknu kröfum sem gerðar eru til nemenda sem sækja um PCC-vottun. Eins og þegar sótt er um ACC-vottun þarf nemandinn að lágmarki fengið 10 klst.  mentormarkþjálfa frá viðurkenndum mentormarkþjálfa á því vottunarstigi sem sótt er um. Eins og áður er það nemandinn sem verður í hlutverki PCC- markþjálfa sem er í brennidepli þeirra tíma.

 • Áætla má að frá upphafi framhaldsnáms þar til hann er reiðubúinn að sækja um að PCC-vottun er yfileytt á bilinu 12-24 mánuðir.
  (Styðsti tíminn sem við höfum orðið vitni að hjá einum nemenda okkar eru tæplega 5 mánuðir).

MCC-vottun (Master Certified Coach)

MCC-vottun er hæsta vottunaarstig sem iCF hefur að bjóða.

Auk þess að bæta markvisst við sig viðurkenndri menntun sem hefur bein tengsl við þá færni sem nemandi er að efla hjá sér er vafalaust tímafrekasta áskorun markþjálfa á leið sinni að sækja um MCC-vottun fólgin í því uppfylla þá ófrávíkjanlegu kröfu að hafa markþjáfað a.m.k 2.500 klst.

Auk þess verða allir markþjálfar, burtséð frá því hvaða vottunarstig þeir hafa, að endurnýja vottun sína á þriggja ára fresti til að viðhalda réttindum sínum. Það gera þeir með því að viðhalda stöðugri endurmenntun og  með því að standa skil á ákveðnum fjölda ICF-viðurkenndra endurmenntnareininga á hverju þriggja ára tímabili sem vottun hans virk hverju sinni. Eins og þegar sótt er um fyrri vottunarstig ber nemandanum að lágmarki að hfa fengið 20 klst. frá MCC-viðurkenndum mentormarkþjálfa og eins og áður er það nemandinn, sem er nú að máta sig við hlutverki MCC- markþjálfa sem fær mesta athygli.

Langt, krefjandi en einnig gríðarlega gefandi og lældómsríkt ferðalag!

Það er augljóst að sá einstaklingur sem hefur náð að uppfylla og standast þær kröfur sem gerðar eru til MCC-vottaðra markþjalfa frá ICF hefur fjárfest ríkulega í tíma og unnið markvisst í að efla færni sína með því að afla sér fullnægjandi reynslu og yfirgripsmikla þekkingu til að standast allar kröfur sem gerðar eru fyrir það vottunarstig enda bæði langt og krefjandi lærdómsferli sem liggur þar að baki, ferli sem iðulega hefur tekið allt frá sex og upp í rúmlega tíu ár að undirbúa sig fyrir - allt frá upphafi til enda.

Innilega til hamingju með þig Arnór!

Við hjá Profectus óskum Arnóri innilega til hamingju með þennan magnaða áfanga því eins og lýst er hér að ofan, ber sú vinna og eljusemi sem liggur að baki því að standast MCC-vottun frá ICF vott um þann mann sem hann hefur að geyma.

Arnór hefur ítrekað sýnt fram á hversu vel hann er þessari viðurkenningu kominn. Hann hefur sýnt fram á það í verkum sínum og sannarlega hefur færni hans endurspeglast í þeim mikla og viðvarandi árangri sem þúsundir viðskiptavina hans (auk nemenda Profectus sem hann hefur kennt til fjölda ára) hafa ítrekað náð undir hans leiðsögn.

Þú ert bæði fyrirmynd og okkur hinna í teyminu einlæg og sönn hvatning á vegferð okkar sem stefnum að þessu verðuga markmiði - að verða MCC-markþjálfar.

Með einlægum óskum um að þessi nýji metnarðarfulli titill komi til með að færa þér gæfu og verða þér til farsældar í framtíðinni!

Kærleikskveðja:

Profectus gengið!