Fréttir - Hvað er að gerast og hvað er framundan?

Bókin „LEIÐTOGINN – valdeflandi forysta“ er komin í verslanir

LEIÐTOGINN − VALDEFL ANDI FORYSTA er skemmtileg, ögrandi og nýstárleg bók um leiðtogafærni.

Vertu gjafmild(ur) í samskiptum

Hvernig geturðu vitað hvort þér gengur vel ef þú færð ekki endurgjöf? Rétt framsett endurgjöf þegar við á er mikilvægt verkfæri leiðtogans.

Stöðubundin forysta

Trúir þú enn á skipurit og stöðubundna forystu? Skipurit veita vanalega skýra mynd af því hver er að vinna hvar og hvernig tengsl innan skipulagsheildarinnar eru skilgreind. Þau gefa yfirsýn yfir það hverjir eru yfirmenn og hverjir ættu að fylgja þeim. Samskipti berast eftir fyrirfram skilgreindum ferlum og allir eiga að fylgja skipulaginu! Ef þú trúir enn á svona fyrirbæri þarf ég að hryggja þig með slæmum fréttum. (Sýnishorn úr væntanlegri bók okkar um forystufærni sem kemur út í janúar 2024)

Einn af 101 áhrifaríkustu markþjálfum í heimi - aftur

Profectus fagnar 10 ára afmæli með alþjóðlegri námsstefnu í Bæjarbíó 29. nóvember

Við höfum fengið til liðs við okkur nokkra af leiðandi sérfræðingum á því sviði sem við höfum ávallt sérhæft okkur í: „Að hjálpa fólki og fyrirtækjum að gera gott betur“. Móta skýra stefnu og finna hugrekki til að komast alla leið, með því að horfast í augu við raunstöðu sína og leita nýrra lausna til að ná lengra.

Nýtt á Íslandi - EQ-i 2.0 (mælir tilfinningagreind)

EQ-i 2.0 er í senn áreiðanlegt, ítarlegt og sannreynt greiningartæki þróað til að geta mælt og greint TILFINNINGAGREIND einstaklinga og liðsheilda. 20 ára rannsóknar- og þróunarvinna hefur fært okkur fræðigrunn sem auðveldar okkur að treysta niðurstöðum EQ-i 2.0 greiningartækisins, áreiðan- leika þess og samkvæmni. Mæld er raunfærni einststaklings á 5 lykilsviðum auk 15 undirkvarða til að hámarka verðmætasköpun og notagildi niðurstaðna. Vel skilgreindar niðurstöður auðvelda markvissari þjáflun og innleiðingu og hámarka um leið þann lærdóm sem endurspeglast í megintilgangi EQ-i 2.0 : - að efla vitund og vilja einstaklinga og liðsheilda til viðvarandi vaxtar og verðmætasköpunar.

Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!

SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG – AFTUR OG AFTUR! eftir Ingvar Jónsson er verulega endurbætt útgáfa af Sigraðu sjálfan þig sem kom út 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019. Þetta er einstök bók sem getur liðsinnt öllum þeim sem hafa hug á að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Bókin er byggð á hugmyndafræði markþjálfunar og unnið er markvisst með fjölmörg verkfæri sem auðvelda lesandanum að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig.

Brand Vision Cards - fyrir skapandi vinnu

Útgáfufyrirtækið BIS PUBLISHERS í Amsterdam hefur sett á markað Brand VIsion kort eftir Ingvar Jónsson, PCC-markþjálfa hjá Profectus og Dorte Nielsen sem er margverðlaunaður sérfræðingur í nýsköpun og skapandi hugsun. Kortin eru seld í bókaverslunum í 31 landi, á Amazon og hér í vefverslun Profectus.

Hvers virði er vottun í markþjálfun?

Markþjálfun er ekki lögverndað fag. Það þýðir að hver sem er getur ákveðið að kalla sig markþjálfa og farið að starfa sem slíkur. Áður fyrr, þegar markþjálfun var á barnsskónum, þá var lítil sem engin krafa um faglega menntun eða próf og bara reynslan látin duga. Nú er öldin önnur og löngu búið að stofna alþjóðleg samtök um markþjálfun, International Coaching Federation (ICF) sem hafa það að markmiði að efla fagmennsku og gæði markþjálfunnar hvar sem er í heiminum.

Hver ertu?

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Þegar ég hef spurt fólk þessarar spurningar þá fæ ég iðulega svarið við spurningunni „Við hvað vinnurðu?“ Það finnst mér mjög áhugavert en jafnframt ansi dapurt. Flestir skilgreina hver þeir eru út frá því við hvað þeir starfa. Þetta sýnir hversu stórt hlutverk vinnan spilar í lífi okkar, og allt of stórt hlutverk að mínu viti.