Profectus er komið með ACTP-vottun frá ICF
HÆSTA VOTTUNARSTIG FRÁ ICF
Í dag fengum við hjá Profectus ACTP-vottun á grunn- og framhaldsnám okkar í markþjálfun frá International Coaching Federation.
Við erum afskaplega stolt af því að vera bæði fyrsti fræðsluaðilinn hérlendis sem hefur náð hæsta vottunarstigi sem viðurkenndir fræðsluaðilar geta fengið. ACTP-vottunin veitir okkur heimild til að meta færni þeirra sem ljúka bæði grunn- og framhaldsnámi hjá okkur. Standist þeir þær kröfur og hafa náð tilteknum tímafjölda í reynslu, geta þeir hafið umsóknarferli hjá ICF, um bæði ACC og PCC-vottun hjá ICF án þess að þurfa að senda inn upptökur á ensku til yfirferðar hjá ICF með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn.