- Nám og Námskeið
- Greiningar og Upplýsingar
- Persónu- og vinnustaðagreiningar
- Gagnlegar upplýsingar
- Annað
- Þetta erum við!
- Vefverslun
Karfan er tóm
Þess vegna höfum við hjá Profectus unnið hörðum höndum að því að bjóða upp á allt okkar efni í fjarnámi. Fyrsta verkefnið var að bjóða upp á Markþjálfanámið okkar í fjarnámi og þegar fram líða stundir mun öll okkar fræðsla verða aðgengileg í fjarnámi einnig. Fjarnámið er 66 klst. að lengd, 6 tímum lengra en staðarnámið og eins og í staðarnámið takmarkast fjöldi við 12 nemendur til að tryggja það að hvern nemandi fái þá athygli sem þarf. Kennt er einu sinni í viku, á miðvikudögum frá kl. 17-21 frá 21. október til 12. desember.
(Myndræn framsetning HÉR)
Vika 1 - Hvað er markþjálfun og hvað er hún ekki?
Eftir daginn hafa nemendur fengið að sjá stóru myndina og fengið að smakka á markþjálfasamtali.
Vika 2 - Hæfnisþættirnir og samtalsformið
Eftir daginn hafa nemendur kynnst átta hæfnisþáttum ICF og öðlast skilning á samtalsforminu.
Vika 3 - Virk hlustun og kraftmiklar spurningar
Eftir daginn hafa nemendur lært að hlusta með öllum skilningarvitum og lært að spyrja kröftugra spurninga.
Vika 4 - Markmið, yfirsýn, skipulag og aðgerðir
Eftir daginn hafa nemendur góðan skilning á mikilvægi aðgerðamiðaðrar útkomu og lært mismunandi leiðir við markmiðasetningu
Vika 5 - 360° hugsun og taugavísindi
Eftir daginn hafa nemendur dýpri skilning á hvernig þeir (og aðrir) hugsa og hvaða áhrif það hefur að geta “lesið hugsanir”.
Vika 6 - Viðhorf, tilfinnningar, styrkleikar og gildismat
Eftir daginn hafa nemendur lært að vinna með verkfærin sem fylgja með í náminu, Tilfinninga,- Styrkleika- og Gildaspjöld.
Vika 7 - Áskorandi markþjálfun, alúðarfesta og ZOUD
Eftir daginn hafa nemendur öðlast skilning á mikilvægi hugrekkis markþjálfans, að fara markvisst út fyrir þægindasvæði beggja.
Vika 8 - Fjölbreyttari leiðir, kynningar og samantekt
Eftir daginn hafa nemendur lært fleiri og fjöl breyttari leiðir til að markþjálfa og hafa öðlast skýrari sýn á hvernig námið muni nýtast þeim
(Myndræn framsetning HÉR)
Nemendur hittast í rauntíma á fjarfundi í ZOOM þar sem kennari fer yfir efni dagsins ásamt því að vinna ýmis verkefni. Nemendur markþjálfa hvorn annan og fylgjast einnig með kennara markþjálfa nemanda.
Nemendur eru hvattir til að senda spurningar til kennara í gegnum kennslukerfi okkar sem kennari safnar saman og svarar á fjarfundi með nemendum. Þessir fjarfundir eru allir teknir upp og eru aðgengilegir í kerfinu í framhaldinu.
Í markþjálfanámi er mikil áhersla lögð á að slípa til aðal verkæri markþjálfans - hann sjálfan. Þess vegna er talsvert um sjálfsvinnu þar sem nemandinn smakkar þau meðöl sem hann mun bjóða öðrum uppá að námi loknu.
Áður en námið hefst er mælst til að nemendur hafi fundið 3-4 aðila sem vilja verða þeirra „tilraunadýr“ og þiggja 2-3 markþjálfanir frá nemendanum á meðan náminu stendur.